Á kjördag mæta kjósendur á sinn kjörstað til að kjósa. Hér eru góðar leiðbeiningar um hvernig kosning fer fram á kjörstað. Á öllum kjörstöðum á Íslandi er gott aðgengi fyrir fatlaða.
Finndu þinn kjörstað.
Greinargóðar upplýsingar sem RÚV hefur tekið saman um það að kjósa má finna á vef RÚV.
Þarft þú aðstoð við að komast á kjörstað? Hafðu samband í síma 780-0471, netfangið adstod@hallahrund.is eða með því að fylla inn upplýsingar hérna.
Utankjörfundarkosning er hafin. Það er því hægt að kjósa núna þótt kjördagur sé ekki fyrr en 1. júní. Hægt er að kjósa utan kjörfundar fram að kjördegi. Ef þú verður fjarri þínum kjörstað 1. júní ættirðu að huga sérstaklega að því.
Tvennt þarf að hafa í huga:
1. Að finna réttan kjörstað, sjá upplýsingar neðar um kjörstaði og opnunartíma.
2. Að muna eftir gildum persónuskilríkjum, þ.e. ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini. Einnig er í lagi að nota stafrænt ökuskírteini.
Á Íslandi:
- Á höfuðborgarsvæðinu fer utankjörfundarkosning fram í Holtagörðum.
- Utan höfuðborgarsvæðisins fer utankjörfundarkosning fram hjá sýslumönnum og í sumum sveitarfélögum.
- Kjósendur sem dveljast á stofnunum (s.s. fangelsum, sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum) og komast því ekki á kjörstað geta kosið á staðnum. Sýslumenn auglýsa slíkt á viðkomandi stofnunum.
- Unnt er að sækja um að fá að kjósa í heimahúsi ef nauðsyn krefur. Sækja verður um fyrir klukkan 10:00 fimmtudaginn 30. maí 2024.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma.
Utan Íslands:
- Hjá sendiskrifstofum Íslands
- Hjá kjörræðismönnum
Athugaðu hvort þú ert á kjörskrá.
Kjörseðill við kosningu utan kjörfundar er auður, á honum eru ekki nöfn frambjóðenda. Kjósandi skrifar eða stimplar á seðilinn nafn þess forsetaframbjóðanda sem hann hyggst kjósa. Skrifa þarf að skrifa fullt nafn frambjóðanda. Ekki má setja neitt annað en fullt nafn frambjóðanda á kjörseðilinn (s.s. x, broskarl…).