Kosningarit Höllu Hrundar á 100.000 heimili

Dreifing er hafin á kosningariti Höllu Hrundar. Hundruð sjálfboðaliða á yfir 100 stöðum um land allt hafa tekið að sér hlutverk bréfbera og borið skipulega á 100.000 heimili.

Skoða kosningarit

Sjá myndir

Stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttur hóf á laugardaginn dreifingu á kosningariti hennar um land allt. Á yfir hundrað stöðum á landinu safnaðist stuðningsfólk saman áður en póstburðurinn hófst, skipulagði daginn og gæddi sér jafnvel á vöfflum og kaffi. Flestir skelltu sér í boli, settu upp hatta, eða nældu sér í blöðrur eða barmmerki merkt sinni konu, og örkuðu svo af stað til þess að færa landsmönnum upplýsingaritið um Höllu Hrund heim í hús.

Allir þeir sem koma að dreifingunni eru sjálfboðaliðar, fólk sem vill leggja framboði Höllu Hrundar lið og sýna stuðning í verki. Meðal þeirra var t.d. einn stuðningsmaður á Höfn í Hornafirði, Katrín S. Guðmundsdóttir sem  gekk heila 26 kílómetra og bar út boðskapinn, geri aðrir betur!

Aldursforseti dagsins Bragi Ingólfsson er 86 ára gamall. Hann sótti upphaflega 137 blöð, en kom svo í þrígang aftur til að sækja meira, og fékk ekkert nema jákvæð viðbrögð.

Við heyrðum líka frá stuðningsmanni sem greindi frá því að húsráðandi hefði opnað dyrnar þar sem hann var við það að stinga framboðsritinu inn um lúguna. Sá sagðist þá sannarlega ætla að kjósa Höllu Hrund og spurði hvort hann mætti ekki hjálpa. Húsráðandinn slóst þar með í hópinn og bætti við nokkrum götum.

Á stærstum hluta landsins lék veðrið við leiðangurinn, eins og sjá má á þessum glaðlegu og sólríku myndum sem fylgja. Dreifing heldur áfram næstu daga og verður lokið fyrir kjördag. Þeir sem vilja geta líka nálgast dreifiritið í PDF formi hér og munu þýðingar á fleiri tungumálum berast innan skamms.

Fjármunir til auglýsinga fyrir framboð Höllu Hrundar eru af skornum skammti. En með því að virkja samtakamátt sjálfboðaliða getum við náð til allra Íslendinga. Halla Hrund vill koma sérstakri þakklætiskveðju til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg og hlakkar til að klára kosningabaráttuna af fullum krafti þessa síðustu daga fyrir kosningar.

View this post on Instagram

A post shared by Halla Hrund Logadóttir (@hallahrundlogadottir)

__wf_zastrzeżone_dziedziczyć

O Halli Hrund

Halla Hrund posiada tytuł licencjata nauk politycznych uzyskany na Uniwersytecie Islandzkim, tytuł magistra współpracy międzynarodowej ze szczególnym uwzględnieniem ekonomii i energii uzyskany na Uniwersytecie Tufts oraz tytuł magistra administracji publicznej uzyskany na Uniwersytecie Harvarda.

W 2021 r. mianowana na stanowisko dyrektora ds. energii Halla Hrund była pierwszą kobietą w Islandii na tym stanowisku. Pełni także funkcję adiunkta na Harvardzie, gdzie wykłada na poziomie magisterskim, a także wykłada na Uniwersytecie w Reykjaviku.

Halla Hrund jest współzałożycielką Arctic Initiative na Harvardzie, a także współzałożycielką międzynarodowego stowarzyszenia gender projekt równościowy, Project Girls for Girls.

Współpraca

Ekologia

Kultura

Innowacja

Przyszłość